Katrín Sveinsdóttir, skordýrabóndinn okkar, og Ryan Ham, meistaranemi við Háskólasetur Vestfjarða, hafa á síðustu mánuðum unnið að rannsóknum á sambandi þéttleika og vaxtarhraða svartrar hermannaflugu við mismunandi fóðrun og fóðurblöndur. Sérstök áhersla er lögð á nýtingu lirfunnar á afgangsafurðum úr fiskvinnslu. Vinnan er hluti af meistaraverkefni Ryans og mikilvægt skref fyrir Víur í átt að betri skilningi á líffræði lirfunnar og helstu breytum sem hafa áhrif á vöxt og viðgang hennar.

Formlegar niðurstöður liggja ekki fyrir en, en bráðabirgðaniðurstöður benda til góðs vaxtar og ásættanlegrar dánartíðni.