Katrín
Katrín Sigurbjörg Sveinsdóttir umhverfisfræðingur hefur verið ráðin til starfa hjá Víum. Mun hún leysa Sigríði af sem fer í barnsburðarleyfi frá októberbyrjun. Katrín lauk meistaraprófi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands í október 2014. Í lokaverkefni sínu rannsakaði hún skilyrði til innleiðingar á menntun til sjálfbærni, meðal grunnskólastjórnenda og -kennara. Hún hefur mikinn áhuga og þekkingu á sorpmálum og umhverfisvernd og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Víur hlakka til að fá að njóta hennar starfskrafta og bjóða hana velkomna vestur.